Undirbúningur fyrir 10. október

Póstað: 23/08/2012

Undirbúningur fyrir alþjóðlegan geðheilbrigðisdag 10. október er nú kominn á gott skrið. Alþjóðlegt þema dagsins er „Depression: A global crisis“ eða Þunglyndi er alheimsvandamál. Áhugi var fyrir því að tengja þemað málefnum ungs fólks með geðraskanir.Ákveðið hefur verið að breyta formi dagskráarinnar á þann veg að vikan 4. til 10. október sem ber niður á miðvikudag verði helguð málefnum geðheilbrigðis. Dagskránni lýkur svo á miðvikudeginum með veglegri hátíð í Gamla Bíó/Óperunni sem standa mun frá kl 17.00 til 19.00. Að öðru leyti yrðu hefðbundin dagskráaratriði, en þeim dreift á lengri tíma. Þannig er hugmyndin að hvert atriði fengi meira vægi og athygli í opinberri umræðu. Meðal hugmynda sem komið hafa fram er að fá Borgarbókasafnið til að stilla fram athyglisverðum bókum um geðheilbrigði, hafa myndlistarsýningu í eina viku í samstarfi við Hitt húsið, gallerí og/eða sýningarsal, fá Bíó Paradís til að helga vikuna kvikmyndum tengdum efninu. Gangan yrði áfram með hefðbundnum hætti frá Hlemmi eða Skólavörðuholti. Skákmótið og sjósundið yrðu einnig á sínum stað. Einnig er í deiglu að fá Landssamband Æskulýðsfélaga með í undirbúninginn til að tengja daginn við ungt fólk.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.