Skólaþing Lýðheilsustöðvar – 9. apríl 2010

Póstað: 31/03/2010

skolathing_hausLýðheilsustöð, í samvinnu við mennta- og menningarmálaráðuneytið, stendur fyrir 2. skólaþingi stöðvarinnar 9. apríl 2010. Þingið fer fram í Rúgbrauðsgerðinni, Borgartúni 6.

Þingið er þátttakendum að kostnaðarlausu og boðið er upp á léttar veitingar í kaffi- og hádegishléum. En það þarf að skrá sig á þingið:

Smellið á hnappinn til að opna skráningarform.  

Húsrými takamarkar þátttakendafjölda og nauðsynlegt er að vita fjöldann vegna veitinga. Því er þess óskað af fólk afskrái sig geti það ekki tekið þátt með því að senda tölvupóst til: gerdurh@lydheilsustod.is

Lýðheilsustöð stóð fyrir mjög vel sóttu skólaþingi í maí 2008 og í ljósi þeirrar reynslu var ákveðið að vera reglulega með þing þar sem fjallað væri um snertifleti skólastarfs og heilsu. Margir áhugaverðir fyrirlestrar og kynningar eru á dagskrá skólaþingsins en einn erlendur fyrirlesari er á dagskrá, Nikolaus Koutakis frá Svíþjóð, sem fjallar um s.k. Örebro verkefni.

Dagskrá

  Dagskrá. Smellið á mynd til að stækka og prenta út

08:00 – 08:20 Afhending fundargagna

 

  Fundarstjóri f.h.:
Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri fagsviðs, Lýðheilsustöð
08:20 – 08:30 Opnun ráðstefnu
Kór Flensborgarskóla
08:30 – 08:45 Hvað er heilsueflandi skóli?
Margrét Björnsdóttir, forstjóri Lýðheilsustöðvar
08:45 – 09:30 Reducing youth alcohol drinking through a parent-targeted intervention:
the Örebro Prevention Program

Nikolaus Koutakis, frá Center for Developmental Research, ÖrebroUniversity, Svíþjóð

–        Fyrirlestur og fyrirspurnir

09:30 – 09:45 KAFFIHLÉ

 

09:45 – 10:05 Rannsóknarniðurstöður – Heilsa og líðan framhaldsskólanema

Birna Baldursdóttir, Háskólanum Reykjavík

10:05 – 10:25 Heilsueflandi framhaldsskólar
Héðinn Svarfdal Björnsson, verkefnisstjóri fræðslumála, Lýðheilsustöð: Starf með framhaldsskólum og umgjörðin um Heilsueflandi framhaldsskóla
10:25 – 10:45

 

Flensborg, Hafnarfirði – heilsueflandi framhaldsskóli

Magnús Þorkelsson, skólameistari Flensborg

10:45 – 11:10 Fæðuval í framhaldsskólum – hvernig er ástandið og hvar liggja helst tækifæri til breytinga?
Dr. Anna Sigríður Ólafsdóttir, lektor í næringarfræði, Menntavísindasvið Háskóla Íslands
11:45 – 11:00 Handbók um mataræði í framhaldsskólum.

Hólmfríður Þorgeirsdóttir, verkefnisstjóri næringar, Lýðheilsustöð, kynnir nýja handbók um mataræði í framhaldsskólum, ætlaða Heilsueflandi framhaldsskólum

11:10 – 11:30 „Íþróttakennsla í framhaldsskólum – íþróttakennslan, menntamálaráðuneyti, skólastjórnendur, elskulegir nemendur“

Guðbrandur Stefánsson, formaður ÍKFÍ

11:30 – 11:40 Forvarnir og samstarf við foreldra framhaldsskólanema

Borghildur Jósúadóttir, formaður foreldrafélags Fjölbrautarskóla Vesturlands á Akranesi

11:40 – 11:50 ,,Rödd framhaldsskólanema”

Árný Lára Sigurðardóttir, nemandi í FVA og í stjórn nemandafélags skólans

11:50 – 12:05 Mennta- og menningarmálaráðuneyti; „Hreyfing er geðveik geðrækt“

 Jóhanna María Eyjólfsdóttir, sérfræðingur hjá MMR

12:05 – 12:20 Heilbrigðisráðuneyti; „Tilbrigði við heilbrigði”

Héðinn Unnsteinsson, sérfræðingur hjá HBR

12:20 – 13:00 HÁDEGISHLÉ

 

  Fundarstjóri e.h.:

Guðni Olgeirsson, sérfræðingur hjá MMR

13:00 – 13:20 Rannsóknarniðurstöður Heilsa og líðan grunnskólanema 2010

Þóroddur Bjarnason, Háskólanum á Akureyri

13:20 – 13:40 Áherslur á heilsueflingu í sameiginlegri framtíðarsýn fyrir grunnskólastarf til 2020; þættir úr skýrslu Félags grunnskólakennara, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Skólastjórafélags Íslands
Svandís Ingimundardóttir, skólamálafulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga
13:40 – 14:00 Heilsueflandi grunnskólar; Starf með grunnskólum og umgjörðin um Heilsueflandi grunnskóla

Sveinbjörn Kristjánsson, verkefnisstjóri fræðslumála, Lýðheilsustöð

14:00 – 14:15 Heilsueflandi grunnskóli á Austurlandi
Sigurbjörg Kristjánsdóttir, Egilsstaðaskóla
14:15 – 14:30 Hreyfing í grunnskólastarfinu – Handbók um hreyfingu

Gígja Gunnarsdóttir, verkefnisstjóri hreyfingar, Lýðheilsustöð, kynnir nýútkomna handbók um hreyfingu í grunnskólum

14:30 – 15:00 KAFFIHLÉ

 

15:00 – 15:20  „Rödd úr skólasamfélaginu“

Óskar Einarsson, skólastjóri Fossvogsskóla

 

15:20 – 15:35

Skólastjórakönnun – kynntar lokaniðurstöður úr könnun á meðal grunnskólastjóra landsins

Jórlaug Heimisdóttir, verkefnisstjóri, Lýðheilsustöð

15:35 – 16:00 Panell og fyrirspurnir  Efling tengsla á milli skólasamfélagsins og heilbrigðiskerfisins:

Geir Gunnlaugsson, landlæknir, Anna Lára Sigurðardóttir, Jóhanna María Eyjólfsdóttir, Héðinn Unnsteinsson, Jórlaug Heimisdóttir, Héðinn Björnsson og Sveinbjörn Kristjánsson.

Margrét Björnsdóttir, forstjóri Lýðheilsustöðvar, stýrir umræðum

16:00 Skólaþingi slitið

Að lokinni ráðstefnu verður efni hennar, fyrirlestrar og myndir, aðgengilegt á vefsíðu Lýðheilsustöðvar

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.