Skákmót

Póstað: 07/10/2008

Að venju er haldið skákmót í tilefni alþjóðlegs geðheilbrigðisdags, og fer það fram laugardaginn 11. okt. kl. 14:00 í Perlunni.
Skákfélag Vinjar og Hrókurinn hafa tekið að sér umsjón með þessu árlega móti frá upphafi.


Þetta er í fjórða sinn sem þetta mót er haldið. Fyrstu tvö árin var það í Ráðhúsi Reykjavíkur og í fyrra í Perlunni og voru þar 40 manns, karlar, konur, börn og unglingar, skráðir til leiks.

Forlagið gefur glæsilega bókavinninga og veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sæti, auk þess í barna-, unglinga-, kvennaflokki og +60.
Einning happadrættisvinningar, allir eiga séns.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.