Myndlistasýning: Tveggja hæða vit

Póstað: 07/10/2009

Gígja Thoroddsen, eða GÍA, opnar myndlistarsýningu í Vin, athvarfi Rauða kross Íslands fyrir fólk með geðraskanir, miðvikudaginn 7. október kl. 13:00. Sýningin er opin til 21. okt. og er haldin í tilefni alþjóðlegs geðheilbrigðisdags sem er 10. okt. nk. Sýningin nefnist “Tveggja hæða vit” og eru allir hjartanlega velkomnir á opnunina þar sem Gía býður upp á léttar veitingar.

Vin er að Hverfisgötu 47 í Reykjavík og síminn er 561-2612

Gía hefur unnið að myndlist sinni um árabil og nam m.a. hjá Hring Jóhannessyni í myndlistarskóla Reykjavíkur í eitt ár fyrir margt löngu. Einnig sótti hún námskeið í Århus í Danmörku og lagði stund á myndlist í lýðháskóla þar í landi. Gía hefur haldið fjölda sýninga, m.a. í Geðhjálp og var með myndir í Ráðhúsi Reykjavíkur á vegum Listar án landamæra s.l. vor

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.