Morgunverðarfundur um sjálfsmynd og kynhegðun unglinga

Póstað: 24/09/2009

Samstarfshópurinn Náum áttum heldur morgunverðarfund 30. september 2009 kl. 8.15 – 10.00 á GRAND Hóteli í Reykjavík. Umræðuefnið er sjálfsmynd og kynhegðun unglinga.

Dagskrá fundarins verður á þessa leið:

  1. Dagbjört Ásbjörnsdóttir, deildastjóri ÍTR, MA í kynja og kynlífsfræðum;
    „Kenndu mér að segja já, þá veit ég hvenær ég á að segja nei“
  2. Ungmenni úr Ungmennaráði Barnaheilla
    Ræða um auglýsingar og áhrif þeirra á ungmenni
  3. Sólrún Ósk Lárusdóttir, sálfræðingur hjá Fjölskyldumiðstöð Árborgar
    Barn í blóma – forvörn til framtíðar

Fundarstjóri: Salbjörg Bjarnadóttir

Þátttökugjald kr. 1.500 sem þarf að staðgreiða. Morgunmatur er innifalinn í gjaldinu.
Ath! Fyrirtæki eða stofnanir geta fengið sendan reikning fyrir þátttökugjaldi
einungis gegn beiðni sem skilað er á staðnum.

Morgunverðarfundurinn er öllum opinn meðan húsrúm leyfir.
Skráning fer fram á www.lydheilsustod.is/skraning

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.