Í næruveru sálar

Póstað: 04/10/2009

NaerveraSalarGeðv. batas.kr1234567Í næsta þætti Í næruveru sálar sem er sýndur mánudaginn 5. október kl 21:30. Gestir þáttarins að þessu sinni eru Herdís Benediktsdóttir, Ragnheiður J. Sverrisdóttir verkefnastjóri  og Bergþór Grétar Böðvarsson fulltrúa notenda á Geðsviði LSH. Sagt er frá nýútgefinni bók Geðveikar batasögur og Alþjóða geðheilbrigðisdeginum sem verður haldinn í Mjóddinni 10. október 2009. Á geðveikum nótum næsta mánudagskvöldi.

Hægt er að horfa á þáttinn beint á InnTV eða endursýningu hans á InnTV vefnum þegar lengra líður.

Um þáttinn:

Í þættinum Í nærveru sálar er markmiðið að skoða ýmis sálfræðileg málefni og málefni tengd þroska einstaklingsins. Reynt verður að velja málefni sem áhorfendum finnst e.t.v að hafi ekki fengið mikla umfjöllun í þjóðfélaginu, málefni sem brenna á eða málefni sem eru áhugaverð vegna sérstöðu eða áhrifa sem þau vekja. Meginreglan verður sú að í þáttinn koma gestir, fagaðilar eða fólk með reynslu í því málefni sem er til umræðu hverju sinni.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.