Geðræktarbolir til sölu

Póstað: 01/10/2008

Geðræktarbolir sem framleiddir eru í tilefni af 10 október eru komnir úr prentun og mun Ragnheiður Sverrisdóttir ( jonna@simnet.is ) annast sölu og dreifingu þeirra. Fyrsti bolurinn var seldur nú í morgun í húsnæði Geðhjálpar, Túngötu 7. Kaupandinn var fjöllistamaðurinn Eyjólfur Kolbeins sem m.a. hefur haldið myndlistasýningar í Ráðhúsinu og í Klúbbnum Geysi. Bolirnir kosta 1000 kr stykkið og rennur söluhagnaður í að framleiða fleiri boli handa þeim nemendum grunnskóla og framhaldsskóla sem taka þátt í að leysa sérstök geðræktarverkefni sem verða hönnuð í tengslum við daginn.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.