Alþjóðlega geðheilbrigðisskákmótið

Póstað: 10/10/2012

Komið fagnandi á Alþjóðlega geðheilbrigðismótið

Fimmtudagskvöldið 11. október klukkan 20 er komið að einu skemmtilegasta hraðskákmóti ársins: Alþjóðlega geðheilbrigðismótinu, sem nú er haldið áttunda árið í röð.

Teflt verður í höfuðstöðvum Taflfélags Reykjavíkur, Faxafeni 12. Telfdar verða 7 umferðir um 7 mínútna umhugsunartíma. Veitt eru vegleg bókaverðlaun frá Forlaginu í ýmsum flokkum.

Mótið er haldið í tilefni af Alþjóðlega geðheilbrigðisdeginum, og að því standa Skákfélag Vinjar, Taflfélag Reykjavíkur, Taflfélagið Hellir og Skákakademían.

Þrír efstu á mótinu fá vegleg bókaverðlaun frá Forlaginu, en auk þess eru veitt verðlaun fyrir bestan árangur kvenna, 18 ára og yngri, 12 ára og yngri og 60 ára og eldri.

Skákmótið hefst stundvíslega klukkan 20 á fimmtudagskvöldið og eru keppendur hvattir til að mæta ekki síðar en 19.45 í Faxafenið.

Skákáhugamenn á öllum aldri eru hvattir til að mæta og taka þátt í skemmtilegri skákveislu. Mótið er öllum opið og þátttaka er ókeypis.

Meira á Facebook-síðu Alþjóðlega geðheilbrigðismótsins:
http://www.facebook.com/#!/events/351997341556517/permalink/352663788156539/?notif_t=like

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.