Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn 10. október 2010.

Póstað: 12/07/2010

039

Nú er undirbúningur hafinn fyrir skemmtidagskrá Alþjóða geðheilbrigðisdagsins, en hann er haldinn hátíðlegur 10. október ár hvert. Í fyrra varð göngugatan í Mjódd fyrir valinu og tókst þessi dagur með ágætum í fyrra og því ákveðið að hafa hann með svipuðu sniði og á sama stað. Nú ber 10. október upp á sunnudag og ætlum við að vera með tónlist og fleira til að skemmta gestum og gangandi. Einnig verða veitingar til sölu á vægu verði og kynningar frá hinum ýmsu úrræðum er stuðla að geðheilbrigði.
Allar góðar ábendingar vel þegnar.
Ragnheiður Jonna
jonna@simnet.is

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.