6H.is – heilsuvefur fyrir fjölskylduna

Póstað: 28/09/2009

Screen shot 2009-09-26 at 18.39.06Fræðsla um heilsu og þætti er tengjast henni er einn af mikilvægustu þáttum í heilsuvernd barna. Heilsuvefurinn www.6H.is er samstarfsverkefni Miðstöðvar heilsuverndar barna hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Lýðheilsustöðvar, Barnaspítala Hringsins og Landlæknisembættisins.

Markmið með þessum heilsuvef er að útvega áreiðanlegar upplýsingar frá fagfólki um heilsutengda þætti fyrir börn, unglinga og foreldra.

Sex hugtök sem byrja öll á H mynda umgjörð 6H heilsunnar þetta eru hugtökin:

hollusta, hreyfing, hamingja, hugrekki, hvíld og hreinlæti.

Sjöunda hugtakið sem er kynþroski hefur síðan skírskotun til tölustafsins 6. Að lokum eru slysavarnir og neytendaheilsa efnisflokkar sem ganga þvert á hina sjö efnisflokkana.  Við gerð fræðsluefnisins voru eftirfarandi atriði höfð að leiðarljósi:

  • Börnin átti sig á ákveðinni heildarmynd heilbrigðs lífsstíls:  6H heilsunnar
  • Skýr markmið sett fram með hverri fræðslu.
  • Áhersla á jákvæðar og styrkjandi leiðbeiningar.
  • Áhersla á gagnvirkan vef.
  • Áhersla á að þjóna hverjum markhópi fyrir sig, þ,e, börnum, unglingum og foreldrum.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.