Blaðamannafundur í Hagaskóla

Póstað: 06/10/2008

Geðheilbrigðisdagurinn hefur fengið eigin heimasíðu www.10okt.com og var hún formlega opnuð á blaðamannafundi í Hagaskóla fyrr í dag. Síðan verður þróuð áfram í samstarfi við ungt fólk en markmið hennar er að veita fræðslu um geðrækt og að aðstoða við skipulagningu geðræktarviðburða. Það var Elín Eyþórsdóttir söngkona, sem jafnframt tekur þátt í dagskránni á Geðheilbrigðisdaginn 10.okt, sem opnaði vefinn með því að skrá inn fyrsta viðburðinn í geðræktarátakinu “eitt í einu”.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.