Hátíðardagskrá 2017

Mæting við Ráðhús Reykjavíkur kl. 15:30

Borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson ávarpar gesti

Gengið frá Ráðhúsi í kringum Reykjavíkurtjörn

DAGSKRÁ Í TJARNARBÍÓ hefst 16:15

Þorsteinn Guðmundsson leikari og skólastjóri Bataskólans kynnir dagskrána

Frú Eliza Reid ávarpar samkomuna

Ari Eldjárn mætir á svæðið með uppistand

Ljóðalestur frá Hlutverkasetri

Soffía Björg Óðinsdóttir ásamt hljómsveit syngur lagið „Þeir vaka yfir þér“

Heilsuefling á vinnustað, átak Reykjavíkurborgar í heilsueflingu á starfstöðum Reykjavíkur. Lóa Birna Birgisdóttir, verkefnastjóri heilsueflingar Reykjavíkurborgar flytur ávarpið.

Húmor í samvinnu við Hlutverkasetur verður með leiklistargjörning

Tónlistarmennirnir Svavar Knútur og Kristjana Stefánsdóttir flytja nokkur lög

Leikarar frá Smartílab sýna atriði úr leiksýningunni „Fyrirlestur um eitthvað fallegt“

10. október er Alþjóðlegi Geðheilbrigðisdagurinn

Alþjóða Geðheilbrigðisdagurinn er haldinn víðsvegar í heiminum 10. október ár hvert. Vefsíðan 10okt.com er samstarfsverkefni þeirra aðila sem koma að undirbúningi þessa merka dags. Dagurinn var fyrst haldinn 1992 af Alþjóðasamtökum um geðheilsu (World Federation for Mental Health) og markmiðið hefur verið i gegnum árin að  vekja athygli á geðheilbrigðismálum, fræða almenning um geðrækt og geðsjúkdóma og sporna gegn fordómum í garð geðsjúkra. Geðheilbrigðisdagurinn er dagur allra.

Sjá nánar.

Gönguleið 2017

Styrktaraðilar 

Eftirfarandi styrktu Alþjóða geðheilbrigðisdaginn 2017